Emil Fenger Sigurvegari Sumarsyrpu I, Emilía Embla efst stúlkna



Helgina 27-29 júní fór fram fyrsta sumar mótið hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Þetta er annað árið þar sem Taflfélagið heldur áfram þessari mótaröð yfir sumartímann því þótt skólarnir séu farnir í frí þá heldur taflmennskan áfram. Að þessu sinni voru 30 keppendur skráðir til leiks og mikill fjöldi án skákstiga.

Fyrir lokadaginn voru Emil Fenger, Emilía Embla og Katrín Ósk öll jöfn með 3.5 vinning. Í 5.umferð mættust Emil og Emilía á meðan Katrín tefldi við Róbert Heiðar.

Emil Fenger og Emilía Embla

Emil Fenger og Emilía Embla

Með sigri á Emilíu tóku Emil og Katrín forystu. Í næst síðustu umferð mættust þau síðan. Með sigri í þeirri skák var Emil kominn í mjög vænlega stöðu heilum vinning á eftir næstu mönnum.

Með sigri í lokaumferðinni gegn Degi Sverris tryggði Emil Fenger sér efsta sæti með 6.5 vinning á undan næsta keppenda og kemur öruggt inn á næsta stigalista. Í öðru sæti var Emilía með 5.5 vinning sem vann sína skák gegn Aron Noah.

Í þriðja til fjórða sæti komu Miroslava og Þórir Fannar bæði með 5 vinninga sem unnu bæði síðan skákir í loka umferðinni. Miroslava hafði betur á oddastigum (TB1) og tryggði sér 3.sætið eftir að hafa telft lengstu skákina í mótinu í loka umferðinni í flóknu drottningar og hróks endatafli.

Úrslit eftir 7.umferðir

Úrslit eftir 7.umferðir

Misolava, Emilía Embla, Emil Fenger

Misolava, Emilía Embla, Emil Fenger

🥇Emil Finsson Fenger

🥈Emilía Embla. B. Berglindardóttir

🥉Miroslava Skibina 5

Emilía Embla, Miroslava

Emilía Embla, Miroslava

🥇Emilía Embla. B. Berglindardóttir

🥈Miroslava Skibina 5

🥉Katrín Ósk Tómasdóttir

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka keppendum fyrir þátttöku á mótinu og vonast til að sjá sem flesta á næsta móti sem er helgina 11-13 júlí.

Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Sumarsyrpa T.R. I



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.