Í jólaösinni er gott að slappa örlítið af og skella sér á eitt skákmót eða tvö. Jafnvel tíu.
Og hvar eru þessi skákmót? Jú auðvitað hjá okkur í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Vindum okkur í dagskrána
- 3. desember: Þriðjudagsmót kl. 19:30. Tefldar 5 atskákir. Opið öllum.
- 5. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum.
- 8. desember: Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkur. Sveitakeppni fyrir grunnskólana í Reykjavík!
- 9.-10. desember: Atskákmót Reykjavíkur. Tefldar 9 atskákir á tveimur kvöldum. Opið öllum. Þriðjudagsmót fellur niður vegna mótsins.
- 12. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum.
- 17. desember: Þriðjudagsmót kl. 19:30. Tefldar 5 atskákir. Opið öllum.
- 19. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum.
- 26. desember: Fimmtudagsmót kl. 19:30. Tefldar 10 hraðskákir. Opið öllum.
- 28. desember: Jólahraðskákmót TR.
Þriðjudagsmót falla niður á aðfangadag, 24. desember, og gamlársdag, 31. desember.
Ekki þarf að skrá sig fyrirfram á þriðjudags- og fimmtudagsmótin, eða Jólahraðskákina, en skráningarform fyrir Atskákmót Reykjavíkur fer í loftið á næstu dögum!
Jólahraðskákmótið verður kynnt betur á næstu dögum og verður með sérstöku sniði í ár.