Taflfélag Reykjavíkur boðar til skákfundar í sal félagsins þriðjudaginn 6.nóvember kl.19:30 í tilefni þess að um næstu helgi hefst Íslandsmót skákfélaga. Ætlunin er að stilla saman strengi og blása mönnum móð í brjóst fyrir komandi átök. Sett verður upp létt hraðskákmót til að mýkja taflfingur og kaffibrúsar verða fylltir. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna!
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins