Dagur Ragnarsson vann nokkuð örugglega á efsta borði gegn Erni Leó Jóhannssyni í 4. umferð á miðvikudag en Lenka mátti hafa verulega fyrir sigri gegn Júlíusi Friðjónssyni á öðru borði. Eftir þrautseiga vörn í drottningarendatafli, missti Júlíus líklega af jafnteflisleið í 58. leik og mátti játa sig sigraðan eftir 74. leik. Dagur og Lenka eru þannig efst eftir 4. umferð en síðan koma þeir Björn Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason, báðir með 3 ½ vinning en þeir tóku sér báðir pásu á miðvikudagskvöld.
Fimmta umferð er kl. 13:00 á sunnudag en þá mætast einmitt Dagur og Lenka en á næstu borðum eru einnig spennandi viðureignir; þ.á.m. innbyrðis viðureign Guðmundanna, Kjartanssonar og Gíslasonar, Benedikts Jónassonar og Björgvins Víglundssonar og loks TR-inganna Bárðar Arnar Birkissonar og Daða Ómarssonar.
- Chess-Results
- Skákirnar: 1 2 3