Skákæfingar byrjendaflokks og framhaldsflokki I á vorönn 2025 hefjast laugardaginn 4. janúar og allar aðrar æfingar hefjast samkvæmt dagskrá í vikunni þar á eftir. Æfingarnar fylgja auglýstri dagskrá nema annað sé kynnt á heimasíðu TR, og á Facebookhópnum Taflfélag Reykjavíkur – Skákforeldrar. Skráning í gegnum Sportabler frestast aðeins en er væntanleg fljótlega. Vakni einhverjar spurningar má senda póst á taflfelag@taflfelag.is. Við vekjum athygli ...
Lesa meira »Barna- og unglingafréttir
Haukur Víðis sigurvegari Bikarsyrpu II, Katrín Ósk efst stúlkna
Helgina 22-24 nóvember fór fram annað mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur á tímabilinu 2024-25. Þetta sinn voru 25 keppendur skráðir til leiks. Þetta var 50 mótið frá upphafi og hefur fest sig í sessi sem einn besti vettvangur til að kynnast lengri tímamörkum og skákskriftum. Mótið fór vel fram þrátt fyrir að vera í minni sniðum en undanfarið. Vindum okkur ...
Lesa meira »Jósef og Emilía Drengja- og Stúlknameistarar TR
Það voru 70 börn og unglingar sem tóku þátt á Stúlkna- og drengjameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór á sunnudag. Um morguninn var teflt í tveimur yngstu flokkunum. Í 7 ára flokki (f.2017) urðu Sævar Svan Valdimarsson og Sigurður Höeg Jónsson efstir með 4 vinninga af 5 eftir jafna og spennandi keppni og hlaut Sævar efsta sætið á stigum. Í ...
Lesa meira »Bikarsyrpa T.R. II (22-24 nóv)
Helgina (22-24 nóvember) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er annað mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2024-25. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...
Lesa meira »Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 17. nóvember
Stúlkna- og drengjameistaramót Taflfélags Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. nóvember í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjöld eru 1000 kr í alla flokka. Mótið er telft í fjórum flokkum Skráning og greiðsla í alla flokka fer fram á Sportabler. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2009 eða síðar Aðalkeppnin fer fram í einum opnum ...
Lesa meira »Skráning á skákæfingar Haustönn 2024
Búið er að opna fyrir skráningu á skákæfingar á Haustönn 2024. Við viljum biðja þau sem voru búin að skrá sig áður gegnum google skráningformið að gera það aftur í gegnum sportabler hlekinn hér að neðan. Skráning á skákæfingar Haustönn Sportabler
Lesa meira »Karma Halldórsson sigurvegari Bikarsyrpu I, Emilía Embla efst stúlkna
Bikarsyrpu mótaröð Taflfélags Reykjavíkur byrjar með trukki á þessu hausti. Þessa helgina voru 45 keppendur skráðir til leiks og voru fjölmargar góðar skákir tefldar inn á milli. Á sama tíma voru aðrir að taka sín fyrstu skref við skákskriftir. Mótið var að þessu sinni frekar jafnt og þegar mótið var hálfnað var enn allt opið. Í fjórðu umferð fóru línur ...
Lesa meira »Fyrsta Bikarsyrpa T.R. á tímabilinu 2024-25
Helgina (11-13 október) fer fram mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fyrsta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2024-25. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur Faxfeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja tefla ...
Lesa meira »Emilía Embla og Jóel Helmer Sigurvegarar Sumar Bikarsyrpu III
Helgina 16 til 18 ágúst fór fram þriðja og jafnframt síðasta sumarbikar mótaröð Taflfélags Reykjavíkur. Sumarið hefur oft verið frekar fátækur tími þegar kemur að mótahaldi en með þessum mótum er eitthvað gert til að snúa því við. Mótin hafa einhverju leyti sýnt að þrátt fyrir sumarfrí er enn þá eftirspurn eftir skákmótum yfir sumarið. Að þessu sinni voru 20 ...
Lesa meira »Einar og Vignir efstir á Sumarsyrpu II
Helgina 19.-21. júlí fór fram annað mót Sumarsyrpu TR II sumarið 2024, en sumarsyrpan er haldin í tilefni af 10 ára afmæli bikarsyrpnanna. Sama fyrirkomulag og bikarsyrpurnar nema núna yfir sumartímann! Það var heldur fámennara en oft áður núna yfir hásumarið en það er allt í lagi. Þau áhugasömustu mæta til leiks og halda sér í góðri æfingu! ...
Lesa meira »Annað mót Sumarsyrpu TR hefst í dag!
Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína sumarið 2024. Eru mótin með sama fyrirkomulagi og Bikarsyrpurnar, kappskákmót fyrir börn með minna en 1800 skákstig. Mótin fara fram þriðju helgi hvers sumarmánaðar, júní, júlí og ágúst. Bikarsyrpurnar hafa verið haldnar í 10 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af því tagi eru haldin á sumrin í TR. Mótin verða: ...
Lesa meira »Theodór Eiríksson og Haukur Víðis sigurvegarar Sumar Bikarsyrpu I, Miroslava Skibina efst stúlkna.
Helgina 14-16 júní fór fram fyrsta Sumar Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur. Er þetta ný mótaröð og tilrauna verkefni með það að markmiði að mæta skákþörf yngri kynslóðarinnar yfir sumar tímann. Mótið var haldið með hefðbundnu sniði eins og fyrri Bikarsyrpumót. Tefldar voru sjö kappskákir með 30 mínútna umhugsunartíma eins og flestir keppendur fyrri mótaraða er kunnugt. Þrátt fyrir frábæra veðurspá voru ...
Lesa meira »Tristan Nash sigurvegari Bikarsyrpu V, Halldóra Jónsdóttir efst stúlkna. Theodór Eiríksson sigurvegari mótaraðarinnar
Helgina 17-19 maí fór fram fimmta og jafnframt lokamótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur tímabilið 2023-24. Mótin sem hafa farið ört vaxandi undanfarin ár bættu enn eitt þátttökumetið og að þessu sinni voru mættir 58 keppendur til leiks í skákhöllina í Faxafeninu. Að þessu sinni var það þátttaka krakka frá Laufásborg sem setti svip sinn á mótið. Þrátt fyrir ungan aldur ...
Lesa meira »Sumarsyrpa TR! Upplýsingar og dagskrá
Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína sumarið 2024. Eru mótin með sama fyrirkomulagi og Bikarsyrpurnar, kappskákmót fyrir börn með minna en 1800 skákstig. Mótin fara fram þriðju helgi hvers sumarmánaðar, júní, júlí og ágúst. Bikarsyrpurnar hafa verið haldnar í 10 ár, en þetta er í fyrsta sinn sem mót af því tagi eru haldin á sumrin í TR. Mótin verða: ...
Lesa meira »Bikarsyrpa T.R V (17-19 maí) 2023-24
Helgina (17-19 maí) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fimmta mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem ...
Lesa meira »Rimaskóli sigursæll á Reykjavíkurmóti grunnskóla 2024!
Reykjavíkurmót grunnskóla 2024 fór fram dagana 3. og 4. apríl síðastliðinn. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS) og Taflfélags Reykjavíkur. Keppt var í þremur flokkum, 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Fyrri daginn fór fram keppni 1.-3. bekkjar og daginn eftir voru eldri flokkarnir haldnir hver af öðrum, sá seinni samhliða fimmtudagshraðskákmóti TR sem ...
Lesa meira »Theodór Eiríksson sigurvegari Bikarsyrpu IV, Emilía Embla efst stúlkna
Helgina 5-7 apríl fór fram fjórða mótið í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Mótaröðin sem er að fagna tíu ára afmæli sínu er orðið eitt af fjölmennustu ungmennamótum landsins og hefur færst meir í vinsældir síðustu ár. Er þetta jafnframt eitt af fáum kappskákmótum sem eingöngu er ætlað þessum ákveðna aldurshóp. Að þessu sinni voru 48 keppendur mættir til leiks og af ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskóla 2024 verður 3. og 4. apríl
Reykjavíkurmót grunnskólasveita 2024 hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 miðvikudaginn 3. apríl kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkjar. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt eins og undanfarin ár; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram daginn eftir, fimmtudaginn 4. apríl. ...
Lesa meira »Bikarsyrpa IV (5-7 apríl) 2023-24
Helgina (5-7 apríl) fer fram næsta mót í Bikarsyrpuröð Taflfélags Reykjavíkur. Þetta er fjórða mótið af fimm sem haldið er á tímabilinu 2023-24. Tefldar verða 7 skákir yfir þessa þrjá daga. Fer mótið fram í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxfeni 12 Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að tefla í kappskákmótum, en hingað til hefur þeim börnum sem vilja ...
Lesa meira »Það verða skákæfingar á morgun!
Æfingar falla ekki niður á morgun, laugardaginn 30. mars nema manngangskennsla. Byrjendaflokkur og framhaldsflokkur á sínum stað.
Lesa meira »