26 krakkar mættu á skákæfinguna laugardaginn 21. febrúar. Tefldar voru fimm umferðir eftir Monradkerfi með 7. mín. umhugsunartíma. Í lokin fengu þau sem vildu (sem voru öll sömul!) endataflsæfingar með sér heim.
Þetta eru hin “frægu” endatöfl sem tilheyra “Bronsheftinu” svokallaða sem Taflfélag Reykjavíkur gaf út með þáverandi Æskulýðráði Reykjavíkur fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum! Flestir af bestu skákmönnum landsins hafa án efa komist í tæri við þessar endataflsæfingar.
Krakkarnir geta farið í gegnum æfingarnar heima og þá gjarnan með einhverjum fullorðnum. Síðan geta þau fengið að kanna færni sína í þessum endataflsstöðum á laugardagsæfingunum og “safnað” stöðum sem þau kunna, með því að fá uppáskrifað hjá skákþjálfaranum að þau skilji stöðurnar.
Þetta eru 12 æfingar og hver og einn getur haft sinn hraða á og þarf ekki að örvænta þó allar stöðurnar séu ekki á hreinu fyrir vorið, því þetta er allt saman þjálfunaratriði. Og sumt tekur tíma! Þetta er val hvers og eins!
Úrslit úr æfingamótinu urðu sem hér segir:
1. Gauti Páll Jónsson 5 v. af 5
2.-3. Kristófer Þór Pétursson, Jóhann Markús Chun 4 v.
4. -6. Smári Arnarson, Svavar Egilsson, Hörður Sindri Guðmundsson 3 1/2 v.
Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru:
Ísak Indriði Unnarsson, Bragi Þór Eggertsson, Ólafur Örn Olafsson, Figgi Truong, Gunnar Helgason, Kristján Nói Benjamínsson, Bjarki Harðarson, Erik Daníel Jóhannesson, Halldóra Freygarðsdóttir, Atli Freyr Gylfason, Madison Jóhannesdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Samar -e- Zahida, Gylfi Már Harðarson, Elías Magnússon, María Zahida, Pétur Sæmundsson, Muhammad Zaman, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Ayub Zaman.
Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.
Stigin standa núna eftir 7 laugardagsæfingar (talið frá áramótum)
1. Gauti Páll Jónsson 15 stig
2. Þorsteinn Freygarðsson 12 stig
3.-4. Mías Ólafarson, Einar Björgvin Sighvatsson 10 stig
5. Erik Daníel Jóhannesson 9 stig
6.-8. Jakob Alexander Petersen, Hörður Sindri Guðmundsson, Gunnar Helgason 8 stig
9.-10. Tjörvi Týr Gíslason, Figgi Truong 7 stig
11.-14. Smári Arnarson, Kristján Nói Benjamínsson, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 6 stig
15. 20. Elvar P. Kjartansson, Sigurður Alex Pétursson, Páll Ísak Ægisson, Jóhann Markús Chun, Ólafur Örn Olafsson, Kristján Gabríel Þórhallsson 5 stig.
21.- 25. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Kristófer Þór Pétursson, Samar-e-Zahida, María Zahida 4 stig.
26.-30. Tinna Chloe Kjartansdóttir, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Ísak Indriði Unnarsson, Atli Freyr Gylfason, Svavar Egilsson 3 stig.
30.-38. Guðmundur Óli Ólafarson, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, María Ösp Ómarsdóttir, Kveldúlfur Kjartansson, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Bragi Þór Eggertsson, Madison Jóhannesdóttir 2 stig.
39.-55. Ásdís Ægisdóttir, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Bjarki Harðarson, Gylfi Már Harðarson, Elías Magnússson, Pétur Sæmundsson, Muhammad Zaman, Ayub Zaman 1 stig.
Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.