Brim móti frestað



Í ljósi tilmæla sóttvarnaryfirvalda um að forðast skuli fjölmenn mannamót með blöndun ólíkra hópa hefur Taflfélag Reykjavíkur ákveðið að fresta áður auglýstu BRIM móti sem halda átti helgina 23.-25. apríl næst komandi. Með þessu vill Taflfélagið setja öryggi skákmanna í forgang og gæta þess að taka ákvarðanir með nægilegum fyrirvara til að menn geti breytt plönum sínum tímanlega. Mótið verður sett aftur á dagskrá um leið og aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.