Brim helgarmót í TR næstu helgi!



Annað mót Brim mótaraðarinnar verður haldið helgina 26.-28. febrúar næstkomandi, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Athugið að fyrirvari er á mótahaldinu, mótinu getur verið frestað enn frekar ef aðstæður krefjast þess.
Fyrirkomulag mótsins:

Föstudagurinn 26. febrúar klukkan 19:30

1.-4 umferð. Atskákir með tímamörkunum 15+5

Laugardagurinn 27. febrúar klukkan 11: 5. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Laugardagurinn  27. febrúar klukkan 17: 6. umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30

Sunnudagurinn  28. febrúar klukkan 11: 7.umferð, kappskák með tímamörkunum 90+30.

Á sunnudeginum klukan 16 verður haldið 9. umferða hraðskákmót með tímamörkunum 3+2. 

Þáttökugjöld: 4000kr.

2000kr. fyrir 17 ára og yngri

Ókeypis fyrir GM/IM og TR-inga 17 ára og yngri

Verðlaunafé í mótinu:

  1. 15.000
  2. 10.000
  3. 8000

Skráningarform

Þegar skráðir keppendur

Verðlaunasjóður fyrir samanlagðan árangur í mótunum sex:

Heildarkeppnin:

  1. 125.000kr.
  2. 75.000kr.
  3. 50.000kr.

Efsta skákkonan: 33.000kr.

Efstur U1900 skákstigum, júní listinn 2020: 33.000kr.

Efstur 17 ára og yngri: 33.000

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Oddastig (tiebreaks): 1. Buchholz (-1) 2. Buchholz 3. Innbyrðis úrslit 4. Sonneborn-Berger 5. Oftar svart.

 

Stigakeppnin virkar þannig að stig eru veitt fyrir efstu 10. sætin. 1 stig fyrir 10. sæti, 2. stig fyrir 9. sæti og svo framvegis. Í 1. sæti í hverju móti verða hins vegar 12 stig veitt. Aukastig fyrir sigur í hraðskákmótinu eftir aðalmótið. Stigakeppnir  með sama sniði verða einnig notaðar til að reikna út aukaverðlaunin. Fjögur bestu mót hvers þáttakanda gilda í stigakeppninni

Fréttir síðustu móta:

Mót 1 (TR 19.-21. júní)

Staða efstu manna í stigakeppninni að afloknu einu móti:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 13 stig
  2. Davíð Kjartansson 9 stig
  3. Guðmundur Kjartansson 8 stig
  4. Lenka Ptacnikova 7 stig

Almenn Kynning á Mótaröðinni: 

 

Taflfélag Reykjavíkur kynnir með stolti, í samstarfi með þremur félögum, Skákfélagi Akureyrar, Skákfélagi Selfoss og nágrennis og Skákfélaginu Hugin, BRIM Skákmótaröðina 2020-2021!

Haldin verða sex helgarskákmót, þrjú í TR, eitt á Norðurlandi, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Á föstudegi verða tefldar fjórar atskákir, á laugardegi tvær kappskákir og á sunnudegi ein kappskák.

Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands. Keppt verður um glæsileg verðlaun; 350.000 króna verðlaunasjóður er fyrir bestan samanlagðan árangur. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.