Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2019 hefst sunnudaginn 8. september kl. 13:00. Mótið, sem var fyrst haldið árið 1934, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Þorvarður F. Ólafsson. Sigurvegari Haustmótsins ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Vignir Vatnar og Ólafur B. sigurvegarar Borgarskákmótsins
Vignir Vatnar Stefánsson (Olís) og Ólafur B. Þórsson (Grillhúsið) komu fyrstir í mark á 34. Borgarskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í Ráðhúsi borgarinnar í gær miðvikudag. Báðir fengu þeir 6 vinninga úr skákunum sjö og hlýtur Vignir fyrsta sætið eftir útreikning mótsstiga (tiebreaks). Jafnir í 3.-4. sæti með 5,5 vinnig urðu Daði Ómarsson (Kaupfélag Skagfirðinga) og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 30. ágúst
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað sjötta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst að ...
Lesa meira »Skákæfingar TR hefjast mánudaginn 2. september – Ný tímasetning framhaldsæfinga
Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á haustönn 2019 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...
Lesa meira »Borgarskákmótið haldið miðvikudaginn 21.ágúst kl.16
Borgarskákmótið fer fram miðvikudaginn 21. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skákmenn ...
Lesa meira »Mótaáætlun TR 2019-2020
Mótaáætlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir komandi starfsár liggur nú fyrir og má nálgast á stikunni hér fyrir ofan. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra en alls heldur félagið ríflega 60 skákmót og viðburði og munar þar mest um þriðjudagsmótin sem verða keyrð á fullu í allan vetur. Níu kappskákmót verða haldin; Haustmótið, U-2000 mótið, Skákþing Reykjavíkur, Öðlingamótið og síðast en ...
Lesa meira »Starfsár TR hófst með stórskemmtun á Stórmóti
Að venju hófst starfsárið í Taflfélagi Reykjavíkur með hinu stórskemmtilega Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur. Þátttaka var með slíkum ágætum að einungis fyrir snarræði Eiríks Björnssonar sem skutlaðist í Faxafenið eftir fleiri töflum var hægt að bæta síðasta keppandanum við, en 38 keppendur tóku þátt sem er þónokkuð meira en í fyrra og ansi mikið meira en skráning stefndi í ...
Lesa meira »Ríkharður Sveinsson er nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær 6. ágúst í húsakynnum félagsins. Á fundinum var Ríkharður Sveinsson einróma kjörinn formaður en hann tekur við góðu búi af Kjartani Maack sem ákvað að stíga til hliðar eftir þrjú farsæl ár í starfi. Ríkharð þarf vart að kynna fyrir þeim sem til þekkja en hann er sannarlega enginn nýgræðingur og er öllum hnútum ...
Lesa meira »Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 11. ágúst
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 11. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi á þessu fyrsta skákmóti starfsársins 2019-2020. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 ...
Lesa meira »Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn 6. ágúst kl.19:30
Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 6. ágúst. Fundurinn hefst kl.19:30 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin
Lesa meira »Kristján Dagur og Óttar Örn efstir á lokamóti Bikarsyrpu TR
Kristján Dagur Jónsson og Óttar Örn Bergmann komu jafnir í mark með 6 vinninga á fimmta og síðasta móti Bikarsyrpunnar þennan veturinn en Kristján telst siguvegari mótsins þar sem hann var ofar á mótsstigum. Til marks um það hve jafnt mótið var fylgdu fjórir keppendur með 5 vinninga; Rayan Sharifa, Benedikt Þórisson, Árni Ólafsson og Ingvar Wu Skarphéðinsson þar sem ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR – Mót 5 hefst í dag kl. 17.30
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR – Mót 5 fer fram helgina 26.-28. apríl
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...
Lesa meira »Kjartan Maack er Hraðskákmeistari öðlinga 2019
Það voru svo sannarlega engin venjuleg brögð í tafli þegar formaður Taflfélags Reykjavíkur, Kjartan Maack, kom við í höll sinni og lagði mann og annan á skákborðunum í Hraðskákmóti öðlinga sem þar fór fram. Kjartan hlaut 10 vinninga í skákunum ellefu en það var við hæfi að sá eini sem náði að snúa á Kjartan var nýbakaður Skákmeistari öðlinga, Haraldur ...
Lesa meira »Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld
Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3 mín + 2 sek á leik. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal ...
Lesa meira »Haraldur Haraldsson er Skákmeistari öðlinga 2019
Haraldur Haraldsson (1969) sigraði á Öðlingamóti TR og er því Skákmeistari öðlinga 2019. Haraldur gerði jafntefli við Jóhann Ingvason (2175) í lokaumferðinni sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og varð einn efstur með 5,5 vinning. Jafnir í 2.-3. sæti með 5 vinninga urðu Haraldur Baldursson (1944), sem sigraði Lenku Ptacnikovu (2187) í lokaumferðinni, og fyrrnefndur Jóhann en annað sætið fellur í ...
Lesa meira »Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl
Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 3. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 3 mín + 2 sek á leik. Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. 1.000 og er í því innifalið ilmandi nýtt kaffi. Greiða skal ...
Lesa meira »Kristján Dagur Unglingameistari Reykjavíkur 2019 – Anna Katarina Stúlknameistari
Unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær, sunnudaginn 17. mars. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum svo og aldursflokkaverðlaun í hvorum flokki fyrir sig, fyrir hvert ár frá 2003 til 2013. Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum ...
Lesa meira »Óttar Örn sigurvegari Bikarsyrpu #4
Óttar Örn Bergmann Sigfússon gerði sér lítið fyrir og vann alla sjö andstæðinga sína í fjórða móti Bikarsyrpunnar sem fór fram nú um helgina í Skákhöll TR. Kom Óttar Örn því fyrstur í mark með fullt hús en næstur með 6 vinnninga var Kristján Dagur Jónsson og eftir fylgdu fimm keppendur með 4,5 vinning; Benedikt Þórisson, Einar Tryggvi Petersen, Ingvar ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR – Mót 4 fer fram helgina 8.-10. mars
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fimmta árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...
Lesa meira »