Kjartan Maack er Hraðskákmeistari öðlinga 2019



Don, Kjartan og Björgvin hrepptu verðlaunin í Hraðskákmóti öðlinga.

Don, Kjartan og Björgvin hrepptu verðlaunin í Hraðskákmóti öðlinga.

Það voru svo sannarlega engin venjuleg brögð í tafli þegar formaður Taflfélags Reykjavíkur, Kjartan Maack, kom við í höll sinni og lagði mann og annan á skákborðunum í Hraðskákmóti öðlinga sem þar fór fram. Kjartan hlaut 10 vinninga í skákunum ellefu en það var við hæfi að sá eini sem náði að snúa á Kjartan var nýbakaður Skákmeistari öðlinga, Haraldur Haraldsson. Eftir þann ósigur rann einhverskonar æði á formanninn sem vélaði niður hvern andstæðinginn á fætur öðrum þar sem hann færði mennina örugglega eftir borðunum köflóttu og studdi þess á milli þéttingsfast á skákklukkurnar. Aðeins hálfum vinningi á eftir Kjartani kom hinn eitilharði Björgvin Víglundsson og þriðji með 8 vinninga var sjálfur Don Roberto Lagerman sem virtist nokkuð eftir sig að lokinni baráttu við grjótharða Valsmenn að Hlíðarenda fyrr um daginn. Ásamt verðlaunaafhendingu fyrir hraðskákmótið voru veitt verðlaun fyrir Skákmót öðlinga sem lauk á dögunum en þar sigraði eins og fyrr segir Haraldur Haraldsson en jafnir í 2.-3. sæti voru Haraldur Baldursson og Jóhann Ingvason.

Gull- og silfurhafarnir á Skákmóti öðlinga, nafnarnir Haraldur Baldursson og Haraldsson. Ef vel er að gáð sést að Jóhann Ingvason vantar á myndina en hann hlaut bronsið.

Gull- og silfurhafarnir á Skákmóti öðlinga, nafnarnir Haraldur Baldursson og Haraldsson. Ef vel er að gáð sést að Jóhann Ingvason vantar á myndina en hann hlaut bronsið.

Úrslit á Chess-Results.

hradodl19