Author Archives: Ingvar Þór Jóhannesson

Pétur Eiríksson fyrrverandi formaður T.R. látinn

PeturEiriksson

Pétur Eiríksson, fyrrverandi formaður T.R. lést nú í ágústmánuði, 86 ára að aldri. Pétur var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1965-66 og átti auk þess sæti í stjórn Skáksambands Íslands á tímabili. Nánari æviágrip Péturs er hægt að nálgast í grein á mbl.is hér. Taflfélag Reykjavíkur sendir fjölskyldu Péturs innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira »

Borgarskákmótið 2024 fer fram mánudaginn 19. ágúst – Skráning opin

Borgarskakm_2015-54

Borgarskákmótið fer fram mánudaginn 19. ágúst, og hefst það kl. 15:30. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur Taflfélag Reykjavíkur að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst í ...

Lesa meira »