Atli Freyr Kristjánsson mætti dýrvitlaus á fimmtudagsmót TR í gærkvöldi eftir að hafa gert jafntefli við hinn efnilega TR-ing, Þóri Ben, á Skeljungsmótinu kvöldið áður. Atli át hvern andstæðinginn á fætur öðrum upp til agna og sigraði með fullu húsi eða níu vinningum, tveimur vinningum meira en fyrrverandi hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson. Það var svo enginn annar en formaðurinn sjálfur, Óttar Felix Hauksson, sem tók þriðja sætið með 6,5 vinning en hann hefur verið í mikilli framför að undanförnu.
Úrslit:
- 1. Atli Freyr Kristjánsson 9 v af 9
- 2. Kristján Örn Elíasson 7 v
- 3. Óttar Felix Hauksson 6,5 v
- 4.-5. Matthías Pétursson, Páll Andrason 6 v
- 6.-8. Jón Gunnar Jónsson, Guðmundur Kr. Lee, Pétur Axel Pétursson 5 v
- 9.-11. Tjörvi Schiöth, Finnur Kr. Finnsson, Jon Olav Fivelstad 3,5 v
- 12. Elmar Oliver Finnsson 2 v
- 13. Árni Elvar Árnason 1 v