Arnar Milutin efstur á fyrsta útsenda Þriðjudagsmótinu!



Þriðjudagskvöldið 6. september síðastliðinn fór fram fyrsta Þriðjudagsmótið í beinni útsendingu! Ingvar Þór Jóhannesson fylgdi mótinu á youtube rás sinni, en teflt var upp á palli á beinleiðis borðunum þar, 6 borð, tólf manns. Arnari Milutin Heiðarssyni tókst að vinna mótið með fullu húsi, og vann á leið sinni á topinn meðal annars alþjóðlega meistarann Vigni Vatnar Stefánsson. Fjórir skákmenn fengu fjóra vinninga. Það voru Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Benedikt Briem, Vignir og Benedikt Þórisson. Árangursverðlaunin hlaut Sveinn Ingi Sveinsson, en hann er stigalaus en var með árangur upp á 1748 stig. Það voru því Arnar og Sveinn sem hlutu aflsáttarkóða hjá Skákbúðinni að þessu sinni.

Beinleiðis frumraunin gekk vel, og leikurinn verður endurtekinn þriðjudaginn 11. október, í sömu viku og Íslandsmót Skákfélaga.

Torfti Þór Tryggvason tók myndir á mótinu sem finna má á like-síðu Taflfélags Reykjavíkur, sem lesendur mega endilega skoða, og smella á like!

Staða og úrslit mótins á chess-results.

Útsendingin á youtube.

Næsta Þriðjudagsmót hjá TR hefst stundvíslega þriðjudagskvöldið 13. september klukkan 19:30.