Franski skákmaðurinn Aasef Alashtar fékk fullt hús, fjóra vinninga af fjórum mögulegum, á þriðjudagsmótinu sem fór fram þann 29. október. Næstir á eftir honum með þrjá vinninga voru þeir Gauti Páll Jónsson og Helgi Hauksson. Gauti Páll tapaði gegn Aasef í skrautlegri skák og Helgi tapaði einungis gegn Gauta. 12 skákmenn tóku þátt í mótinu, og nokkrir þeirra munu líka tefla annað kvöld, því þá fer fram þriðja umferð U-2000 mótsins. Lokastöðuna má nálgast á chess-results
Þriðjudagsmótin eru alla reglulega þriðjudaga í vetur og hefjast kl. 19:30 í Skákhöll TR í Faxafeni. Tefldar eru fjórar umferðir, tímamörk eru 15 mínútur með 5 sekúndna viðbótartíma og reiknast mótin til atskákstiga.