Helgina 11-13 júlí fór fram önnur Sumarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur.
Þrátt fyrir að mótið færi fram í miðjum júlí voru 38 keppendur skráðir til leiks. Töluvert aukning var á keppendum með skákstig frá fyrra móti sem fór fram í júní.

Katrín Ósk og Jóel Helmer
Fyrir lokadag mótsins voru það Jóel Helmer og Katrín Ósk sem leiddu mótið bæði með fullt hús. Í 5.umferð mættust þau síðan en þeirra skák endaði í stuttu jafntefli. Í humátt á eftir þeim komu Miliosz Úlfur og Emil Fenger sem unnu báðir sínar skákir.

Jóel Helmer og Emil Fenger
Í sjöttu og næst síðustu umferð mættust Jóel og Emil Fenger. Eftir frekar rólega byrjun fór Emil í sókn á kóngsvængnum sem gaf honum ákveðin tækifæri sem nýttist honum til að brjóta upp stöðuna og tryggja honum sigur. Á næsta borði vann Katrín Ósk skák sína gegn Kristófer Árna og var þá orðin hálfum vinning á undan næstu mönnum.

Katrín Ósk og Emil Fenger
Í loka umferðinni mættust Katrín Ósk og Emil í hreinni úrslitaskák. Eftir að Katrín teygði sig of langt í sókninni fann Emil þvingað mát í 4.leikjum. Með þessu vann Emil sitt annað mót í röð og er kominn í mjög vænlega stöðu að hljóta Sumarsyrpu meistaratitilinn sem verður veittur í lokamótinu í ágúst. Á næsta borði vann Milosz sína skák gegn Anh Hai og var þá jafn Emil á vinningum en lægri á oddastigum. Á þriðja borði hafði Jóel betur Jón Óskari í endatafli sem var lengi vel í algjöru jafnvægi. Jóel og Katrín enduðu bæði með 5½ vinning en Jóel reyndist hærri á oddastigum.
Í stúlkna flokki var hrein úrslitaskák um annað sætið þegar Likhithasri sigraði Miroslövu í lengstu skák umferðarinnar.

Úrslit eftir 7.umferðir

Milosz Úlfur, Emil Fenger, Jóel Helmer
🥇Emil Fenger Finnsson 6.0
🥈Milosz Úlfur Olszewski 6.0
🥉Jóel Helmer Tobiassson 5½

Likhithasri, Katrín Ósk, Emilía Klara
🥇Katrín Ósk Tómasdóttir 5½
🥈Likhithasri Sathiyaraj 4½
🥉Emilía Klara Tómasdóttir 4
Taflfélag Reykjavíkur vill þakka keppendum fyrir þátttöku á mótinu og vonast til að sjá sem flesta í næsta móti sem er helgina 8-10 ágúst.
Hægt er að sjá lokastöðu mótsins á úrslitasíðu mótsins á Chess-results: Sumarsyrpa T.R II