Stúlkna- og drengjameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 10. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjöld eru kr.1000 (í alla flokka). Hægt er að greiða þátttökugjöld með millifærslu inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur nr. 0101-26-640269, kt.640269-7669. Vinsamlegast sendið kvittun með nafni keppanda á taflfelag@taflfelag.is. Einnig verður hægt að greiða á staðnum.
Skráningu í alla flokka lýkur kl. 17 laugardaginn 9. mars. Skráningarform er neðst í auglýsingunni.
Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2008 eða síðar
Aðalkeppnin fer fram í einum opnum flokki og þar verður keppt um sæmdarheitin Drengjameistari Reykjavíkur 2024 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2024. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.
Aðalkeppnin hefst kl.13 og má reikna með að hún standi til kl.17 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.
Boðið verður upp á þrjá yngri flokka:
Yngri flokkur 1 (f.2014-2015)
Tefldar verða 4 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).
Yngri flokkur 1 hefst kl.13 og má reikna með að standi til kl.15 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.12.45.
Yngri flokkur 2 (f.2016)
Tefldar verða 4 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).
Yngri flokkur 2 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.
Yngri flokkur 3 (f.2017 og síðar)
Tefldar verða 4 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s).
Yngri flokkur 3 hefst kl.10 og má reikna með að standi til kl.12 c.a. Keppendur staðfesti þátttöku á mótsstað eigi síðar en kl.9.45.
Krakkar sem eru gjaldgengir í yngri flokkana mega velja hvort þau tefla í aðalkeppninni eða í yngri flokkunum.
Verðlaun í opna flokknum:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og elsta dreng í öllum árgöngum. Elsti árgangurinn er 2008 og yngsti árgangurinn er 2018 og yngri.
Nafnbótina Drengjameistari Reykjavíkur 2024 hlýtur sá drengur sem verður hlutskarpastur þeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi. Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2024 hlýtur sú stúlka sem verður hlutskörpust þeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi.
Verðlaun í yngri flokk 1:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng í báðum árgöngum (2014 og 2015).
Verðlaun í yngri flokk 2:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng .
Verðlaun í yngri flokk 3:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efstu stúlku og efsta dreng f.2017 og f.2018 og síðar.
Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Jósef Omarsson og Iðunn Helgadóttir. Skákstjórar verða Torfi Leósson og Jon Olav Fivelstad. Hægt verður að kaupa veitingar á staðnum og verður Birnukaffi á sínum stað.