Taflfélag Reykjavíkur hvetur skákmenn af öllum styrkleikum til þess að búa til lið á sínum vinnustað og taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2017 sem fram fer í félagsheimili TR að Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Taflið hefst klukkan 19:30. Mótið er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liði og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða.
Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 8 mínútur á hverja skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Teflt er í þriggja manna liðum og er hverju liði heimilt að hafa eins marga varamenn og þeim hugnast. Ekkert takmark er á fjölda liða hvers vinnustaðar.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar.
Þátttökugjald er 15.000kr fyrir hverja sveit. Skráning fer fram í gegnum sérstakt skráningarform sem finna má á vef TR (einnig aðgengilegt á www.skak.is). Nánari upplýsingar um mótið veitir Kjartan Maack í síma 8620099.
Við hvetjum alla vinnustaði til þátttöku. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir. Það verður vitaskuld heitt á könnunni og eitthvað til að maula með.