Vignir Vatnar Stefánsson lét ekki tap í sjöttu umferð Heimsmeistaramóts áhugamanna á sig fá og kom sterkur til baka í sjöundu umferð í dag þar sem hann vann sigur á keppanda frá Moldóvu. Sigurinn færir Vigni upp í 36.-51. sæti með 4,5 vinning og hefur hann stigagróða upp á 44 Elo stig sem stendur. Sannarlega góður árangur hjá Vigni þó enn séu eftir tvær umferðir.
Í áttundu umferð, sem hefst á morgun kl. 12.30, hefur Vignir svart gegn rúmenskum keppanda sem er 13. stigahæsti keppandi mótsins og er fæddur 1997 en Vigni hefur gengið verr gegn yngri keppendum í mótinu og að auki tapað tveimur viðureignum af þremur með svörtu. Þetta er því kjörið tækifæri til að brjótast út úr því mynstri en sigur myndi gefa Vigni góða möguleika á að enda í topp 20 að móti loknu.
Rúmeninn Lehel Vrencian er enn efstur með fullt hús vinninga og hefur nú vinningsforskot á næstu fimm keppendur. Skákir Vignis úr fyrstu sex umferðunum fylgja hér að neðan.
- Skákir Vignis
- Chess-Results
- Heimasíða mótsins