Tap hjá Vigni Vatnari í dag



Vignir Vatnar Stefánsson hefur verið á mjög góðu flugi á Heimsmeistaramóti ungmenna en varð þó að játa sig sigraðan í dag gegn Rússanum, Nikita Samsonov.  Að loknum níu umferðum hefur Vignir 5 vinninga og er í 54.-85. sæti sem telst mjög gott enda hefur hann teflt upp fyrir sig allt mótið.  Þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu hefur Vignir þegar tryggt sér ágætan stigagróða.

 

Í tíundu umferð sem hefst á morgun kl 14 hefur Vignir hvítt og fær loks andstæðing sem ekki er frá Rússlandi.  Að þessu sinni teflir hann við Frakkann, Albert Tomasi, sem hefur 1759 skákstig þannig að enn teflir Vignir upp fyrir sig.

  • Heimasíða mótsins
  • Úrslit, staða og pörun
  • Beinar útsendingar
  • Skák Vignis úr 1. umf
  • Skákir Vignis úr 2. og 3. umf
  • Skákir Vignis úr 4. og 5. umf
  • Skákir Vignis úr 6. og 7. umf