Barna- og unglingameistaramót T.R sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 14. nóvember í Skákhöllinni Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14.
Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák.
Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2010. Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkurnar og þar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2010. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í aldursflokknum 12 ára og yngri.
Mótið er opið öllum krökkum 15 ára og yngri. Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefið upp nafn, fæðingarár og símanúmer) og einnig er hægt að skrá sig á mótsstað sunnudaginn 14. nóv. frá kl. 13.30- 13.45.
Aðgangur á mótið er ókeypis.