Atskákkeppni Taflfélaga fer fram 7.-8. nóvember



Stuðst við tveggja kvölda dagskrá: Teflt er mánudagskvöldið 7. nóvember klukkan 19:30 og þriðjudagskvölið 8. nóvember klukkan 19:30. Þriðjudaginn 8. nóvember fellur hefðbundið þriðjudagsmót niður. Mótið fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

 

Tefldar verða 9. umferðir eftir svissnesku kerfi, umferðir 1-5 á mánudeginum og 6-9 á þriðjudeginum. Teflt verður með tímamörkunum 10+5, 10 mínútur á mann á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt verður á 6 borðum auk varamanna. Varamaður kemur alltaf inn á, á neðsta borð. Hvert lið má senda allt að 3 sveitir til leiks. Þáttökugjald á sveit er 10.000 krónur, en ókeypis er fyrir þriðju sveit hvers liðs.

 

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Það lið sem hlýtur flesta vinninga eru atskákmeistarar taffélaga 2022. Ef lið verða jöfn á vinningum skera matchpoint stig og innbyrðis viðureignir úr um röð sveita. Ef enn er jafnt eftir þessi Tie-break verður haldin aukakeppni um titilinn.

 

Þátttakendur verða að tefla fyrir það félag sem þeir eru skráðir í samkvæmt félagagrunni íslenskra skákmanna. Skákmenn sem ekki eru skráðir í félag mega þó taka þátt í mótinu hvort sem þeir séu með stig eða ekki.

 

Birnukaffi verður opið á meðan mótinu stendur. 

 

Atskákmeistarar taflfélaga 2021 urðu skákdeild Breiðabliks.

 

Skráningarform 

 

Þegar skráð lið