Jón Trausti Unglingameistari Reykjavíkur 2012 – Svandís Rós Stúlknameistari Reykjavíkur 2012

Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 29. apríl. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri.
Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo þrenn verðlaun fyrir 12 ára og yngri (fædd 1999 og síðar). Þau sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2012.

Þátttakendur voru 52 sem er töluverð aukning frá því í fyrra en þá tóku 40 krakkar þátt. Þetta var því sannkölluð uppskeruhátíð fyrir skákkrakkana sem flest hver hafa stundað skákina af miklum móð í allan vetur. Einnig var gaman að sjá að nokkrir voru í þessu móti að stíga sín fyrstu skref í þátttöku á skákmótum. Yngsti þátttakandinn var Elsa Kristín Arnaldardóttir sem er nýlega orðin fimm ára og því enn í leikskóla! Þrátt fyrir mikinn fjölda fór mótið einkar vel fram og heyra mátti saumnál detta á meðan á taflmennsku stóð!

Tefldar voru 7 umferðir með 15 mín. umhugsunartíma á skák. Teflt var í einum flokki og var keppnin jöfn og spennandi.

Jón Trausti Harðarson og Oliver Aron Jóhannesson komu jafnir í mark með 6,5 vinning af 7. Jón Trausti var hærri á stigum og hlaut því 1. sætið og titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012. Í Stúlknameistaramótinu var keppnin engu að síður jöfn og spennandi. Þar voru jafnar stöllurnar Svandís Rós Ríkharðsdóttir og Hrund Hauksdóttir með 5 vinninga. Svandís Rós var hærri á stigum og varð því Stúlknameistari Reykjavíkur 2012. Fyrstu verðlaun í flokki 12 ára og yngri (f. 1999 og síðar) hlaut Svandís Rós einnig og hún varð jafnframt í 5. sæti í þessu geysisterka móti! Allt voru þetta mjög verðugir sigurvegarar.

Flestir keppendur mótsins komu frá Taflfélagi Reykjavíkur eða 16. Frá Fjölni komu 8 keppendur, 7 keppendur frá Helli og 1 frá T.G, 1 frá SFÍ, 1 frá Haukum og 1 frá Taflfélagi Akraness. 17 keppendur voru ekki skráðir í félag.

Fyrstu þrjú sætin í hverjum verðlaunaflokki skipuðu eftirfarandi keppendur:

1. Jón Trausti Harðarson fékk 6,5 v. af 7 (33 stig) og er Unglingameistari Reykjavíkur 2012.:
2. Oliver Aron Jóhannesson 6,5 vinn. (32,0 stig)
3. Dagur Ragnarsson 5,5 vinn (31,5 stig)
4. Birkir Karl Sigurðarson 5,5 vinn (29,5 stig)

Stúlknameistaramót Reykjavíkur:

1. Svandís Rós Ríkharðsdóttir fékk 5 v. (30 stig) og er Stúlknameistari Reykjavíkur 2012.
2. Hrund Hauksdóttir 5 vinn. (29,5 stig)
3. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4,5 vinn (29,0 stig)
4. Elín Nhung 4,5 vinn. (24,5 stig)

Í flokki 12 ára og yngri (fædd 1999 og síðar).

1. Svandís Rós Ríkharðsdóttir 5 vinn. (30,0 / 21,5 stig)
2. Vignir Vatnar Stefánsson 5 vinn. (30,0 / 17,0 stig)
3. Dawid Kolka 5 vinn. (28,5 stig)
4. Hilmir Freyr Heimisson 5 vinn (27,0 stig)

Heildarúrslit:

1 Jón Trausti Harðarson    6,5   33,0   29,8
2 Oliver Aron Jóhannesson    6,5   32,0   28,8
3 Dagur Ragnarsson        5,5   31,5   22,3
4 Birkir Karl Sigurðarson    5,5   29,5   21,8
5 Svandís Rós Ríkharðsdóttir    5,0   30,0   21,5
6 Vignir Vatnar Stefánsson    5,0   30,0   17,0
7 Hrund Hauksdóttir       5,0   29,5   16,5
8 Dawid Kolka             5,0   28,5   17,0
9 Hilmir Freyr Heimisson    5,0   27,0   16,5
10 Veronika Steinunn Magnúsdóttir    4,5   29,0   16,8
11 Jóhann Arnar Finsson    4,5   27,5   16,5
12 Elín Nhung              4,5   24,5   13,8
13 Mikael Kravchuk         4,0   31,0   15,5
14 Felix Steinþórsson      4,0   29,5   12,5
15 Gauti Páll Jónsson      4,0   29,0   14,5
16 Jakob Alexander Petersen    4,0   28,0   14,0
17 Kristófer Halldór Kjartansson    4,0   28,0   13,5
18 Axel Óli Sigurjónsson    4,0   28,0   13,5
19 Bjarni Þór Guðmundsson    4,0   26,0   12,5
20 Jón Otti Sigurjónsson    4,0   25,0   11,5
21 Hilmir Hrafnsson        4,0   24,0   12,8
22 Alec Elías Sigurðarson    4,0   24,0   11,0
23 Andri Már Hannesson     4,0   22,5   11,8
24 Kormákur Máni Kolbeinsson    4,0   22,0   10,0
25 Rafnar Friðriksson      3,5   28,5   13,3
26 Róbert Leó Jónsson      3,5   25,0    9,3
27 Bergmann Óli Aðalsteinsson    3,5   23,5    7,8
28 Donika Kolica           3,5   23,0    7,8
29 Haraldur Daði Þorvaldsson    3,5   22,0    8,8
30 Bjarki Arnaldarson      3,5   20,5    6,8
31 Ellert Kristján Georgsson    3,0   32,5   11,5
32 Kolbeinn Ólafsson       3,0   26,5    7,0
33 Guðmundur Agnar Bragason    3,0   24,5    8,5
34 Óskar Víkingur Davíðsson    3,0   24,5    7,5
35 Daníel Snær Eyþórsson    3,0   23,5    8,5
36 Mateusz Jakubek         3,0   20,0    6,0
37 Sara Hanh               3,0   18,5    4,0
38 Ingibergur Valgarðsson    3,0   14,5    4,0
39 Björn Ingi Helgason     2,5   27,0    7,0
40 Róbert Orri Árnason     2,5   21,0    6,3
41 Jón Hrafn Barkarson     2,5   20,0    4,8
42 Sindri Dagur Birnisson    2,5   20,0    3,8
43 Sana Salah Karim        2,5   14,0    2,8
44 Þórður Hólm Hálfdánarson    2,0   23,5    5,0
45 Gabríel Máni Ómarsson    2,0   20,5    4,0
46 Sindri Snær Kristófersson    2,0   20,0    4,0
47 Stefán Orri Davíðsson    2,0   18,5    3,5
48 Mateusz Gerwatoski      1,5   21,5    1,8
49 Elsa Kristín Arnaldardóttir    1,5   21,0    2,3
50 Hubert Jakubek          1,5   18,5    2,8
51 Helena Þórisdóttir      1,0   16,0    0,5
52 Mir Salah Karim         0,5   16,5    0,8

 

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir sem einnig tók myndir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð.

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Myndaalbúm mótsins