Ziska sigraði í alþjóðlegu hraðskákmóti T.R.Færeyski alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska stóð uppi sem sigurvegari alþjóðlegs hraðskákmóts T.R. sem haldið var í kjölfar Stórmeistaramóts félagsins sem lauk í síðastliðinni viku.  Framan af móti háði Helgi harða baráttu við úkraínska stórmeistarann Mikhailo Oleksienko og samlandi þess síðarnefnda, stórmeistarinn Sergey Fedorchuk, fylgdi í humátt.  Í síðari hluta mótsins sigldi Helgi Dam sigrinum hinsvegar örugglega í höfn og lauk keppni með 8,5 vinning af 10.

 

Hinn ungi og efnilegi Oliver Aron Jóhannesson stóð sig vel og vann m.a. stórmeistarann Helga Áss Grétarsson og gerði jafntefli við ofurstórmeistarann Fedorchuk.

Lokastaðan

  1. Helgi Dam Ziska 8,5v
  2. Mikhailo Oleksienko 6,5
  3. Sergey Fedorchuk 6,5
  4. Helgi Áss Grétarsson 4
  5. Daði Ómarsson 3
  6. Oliver Aron Jóhannesson 1,5