TR óskar eftir skákdómurumUndanfarin ár hefur Taflfélag Reykjavíkur staðið fyrir gríðarlega mörgum skákmótum. Dagskráin 2021 er einhernvegin svona:

Skákþing Reykjavíkur

Skákmót öðlingamót

Skákmót yrðlinga

U-2000 mótið

Haustmót TR

U.þ.b sex bikarsyrpur og u.þ.b þrjú helgarskákmót og/eða “túrbó mót”

Skemmtikvöld

Atskákmót Reykjavíkur

Þriðjudagsmót og ýmis önnur mót með stuttum tímamörkum

ásamt fjölmörgum barna- og unglingamótum.

TR leitast því eftir að fá fleiri öfluga skákdómara til að aðstoða okkur við að viðhalda þessu metnaðarfulla starfi, sem heldur uppi kappskáksenunni á Höfuðborgarsvæðinu. Endilega hafið samband á taflfelag@taflfelag.is