Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar 

Viðureign Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Reykjavíkur í 8-liða úrslitum í Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram í húsnæði T.R. í kvöld. Í hálfleik var staðan jöfn 18-18. Síðari hlutinn var æsispennandi, því eftir áttundu umferð skildi aðeins einn vinningur liðin að (S.A. 23,5 – T.R. 24,5). En T.R.-ingar geystust þá fram á völlinn í sterkri liðsheild og unnu næstu þrjár umferðirnar afgerandi 13,5 gegn 4,5 vinning Akureyringa.

 

Lokastaðan varð því T.R. 41v. –  S.A. 31 v.

 

Frammistaða einstakra skákmanna varð sem hér segir:

 

Skákfélag Akureyrar

 

 • Jón Garðar Viðarsson 7/12
 • Halldór Brynjar Halldórsson 6,5/12
 • Stefán Bergsson 6,5/12
 • Áskell Örn Kárason 4,5/11
 • Gylfi Þórhallsson 4,5/12
 • Þór Valtýsson 1/2
 • Jón Þ. Þór 1/11

 

Taflfélag Reykjavíkur:

 

 • Arnar E. Gunnarsson 10/12
 • Daði Ómarsson 9/12
 • Snorri G. Bergsson 8/11
 • Ríkharður Sveinsson 7/12
 • Júlíus L. Friðjónsson 6/12
 • Björn Jónsson 1/11
 • Halldór Pálsson 0/2