T.R. Íslandsmeistari C- og D-sveita!Það voru fjórar vaskar sveitir sem Taflfélag Reykjavíkur sendi til leiks á Íslandsmót unglingasveita laugardaginn síðastliðinn, 20. nóvember.  Fjöldi sveitanna ber vott um það öfluga barna- og unglingastarf sem unnið hefur verið í Taflfélaginu síðustu misseri og er rétt að koma fram þökkum til formannsins, Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur, fyrir þá algjöru umbyltingu sem hefur átt sér stað í þeim málaflokki frá því hún tók við stjórninni í þeirri starfsemi.

TR og Skákdeild Fjölnis, sem þekkt er fyrir sitt góða barnastarf, sendu jafnmargar sveitir til leiks og þær átta sveitir sem kepptu fyrir hönd félaganna voru fleiri en allar hinar sveitirnar!

A-sveit Taflfélags Reykjavíkur var skipuð ungum skákmönnum – enginn liðsmaður var eldri en 13 ára og meðalaldur sveitarinnar var undir 11 ár.  Í ljósi þess verður árangur sveitarinnar að teljast prýðisgóður.  Sveitin fékk 13 vinninga úr 28 skákum og keppti við allar sterkustu sveitirnar, SFÍ og UMFL (1. sæti), Skákfélag Akureyrar (2. sæti), Fjölnir A-sveit (3. sæti) og Hellir A-sveit (4. sæti).  Þetta var því mikil reynsla fyrir þessa ungu skákmenn.

 

TR-A; árangur einstakra liðsmanna:

 

 • ·         Vignir Vatnar Stefánsson 2v af 7               
 • ·         Gauti Páll Jónsson 4v af 7         
 • ·         Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4v af 7                  
 • ·         Rafnar Friðriksson 3v af 7

 

  Samtals: 13 af 28

 

B-sveit Taflfélags Reykjavíkur var einnig skipuð ungum skákmönnum, enginn skákmaður var eldri en 13 ára.  Sveitin stóð sig prýðisvel, fékk 13,5 vinninga og það þrátt fyrir að tefla við margar af sterkustu sveitunum.

TR-B; árangur einstakra liðsmanna:

 

 • ·         Leifur Þorsteinsson 3v af 7
 • ·         Garðar Sigurðarson 4,5v af 7
 • ·         Jakob Alexander Petersen 2v af 7             
 • ·         Þorsteinn Freygarðsson 4v af 7

Samtals: 13,5 af 28

 

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari C-sveita með glæsibrag!  Sveitin fékk 13,5 vinning – fleiri en A-sveitin, þó hún hefði að sönnu ekki fengið alveg jafn erfiða andstæðinga.  En þessi árangur A-, B- og C-sveitarinnar er vitnisburður um þá miklu breidd sem TR hefur í sínum fríða flokki barna og unglinga.

 

TR-C; árangur einstakra liðsmanna:

 

 • ·         Elín Nhung 3,5v af 7   
 • ·         Donika Kolica 2v af 7
 • ·         Þórður Valtýr Björnsson 4v af 7  
 • ·         Atli Snær Andrésson 4v af 7

 

Samtals: 13,5 af 28

 

 

D-sveit Taflfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í flokki D-sveita!  Þetta var yngsta sveitin sem TR sendi til leiks; meðalaldurinn var ekki nema 9 ár, sem gerir árangurinn þeim mun glæsilegri.  Þessir ungu skákmenn fengu því mikla og góða reynslu og stóðu sig þess utan með ágætum.

 

TR-D; árangur einstakra liðsmanna:

 

 • ·         Guðmundur Agnar Bragason 1v af 7          
 • ·         Andri Már Hannesson 5v af 7     
 • ·         Eysteinn Högnason 4v af 7        
 • ·         Ólafur Örn Ólafsson 0v af 7

 

 Samtals: 10 af 28

 

 

Liðsstjórar voru Torfi Leósson og Stefán Már Pétursson.

 

Skipulagning mótsins og framkvæmd var í öruggum höndum Taflfélags Garðabæjar og Páls Sigurðssonar.

 • Myndaalbúm mótsins