Skákakademían sigraði í Skákkeppni vinnustaða20160210_213905

Liðsmenn Skákakademíunnar voru erfiðir viðureignar.

Liðsmenn Skákakademíunnar komu, sáu og sigruðu í Skákkeppni vinnustaða sem fram fór í vikunni.  Hlutu þeir 10,5 vinning úr tólf skákum en fimm lið tóku þátt og tefldu allir við alla.  Landspítalinn var í öðru sæti með 8 vinninga og lið Verslunarskólans í því þriðja með 6 vinninga, hálfum vinningi á undan Myllunni.

20160210_213740

Öflugir starfsmenn Landspítala eru margir hverjir brögðóttir við skákborðið.

Lið sigurvegaranna skipuðu þeir Björn Ívar Karlsson, Stefán Bergsson og Siguringi Sigurjónsson.

Taflfélag Reykjavíkur þakkar veittan stuðning með þátttökunni en heildarúrslit má sjá hér.

20160210_213619

Fulltrúar skólasamfélagsins, lið Verslunarskóla Íslands.