Skákæfingar um helginaÞað er mikið um að vera í Skákhöllinni þessa helgina. Á laugardag fer fram hið geysivinsæla skákmót Æskan og ellin, og á sunnudag er haldið Barna- og unglingameistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Bæði skákmótin hefjast kl.13.

Af þeim sökum fellur niður laugardagsæfingin kl.14-16. Allar aðrar skákæfingar eru á sínum hefðbundnu tímum.