Sigurlaug á flugi í ÖðlingamótinuÞegar fjórum umferðum af sjö er lokið á Skákmóti öðlinga eru Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Ögmundur Kristinsson og alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason efst og jöfn með 3,5 vinning hver.  Í fjórðu umferð, sem fór fram í gærkvöldi, gerðu Sævar og Ögmundur jafntefli í innbyrðis viðureign en Sigurlaug vann Sigurð Kristjánsson og heldur þar með áfram góðu gengi eftir sigurinn á núverandi Öðlingameistara, Þorvarði F. Ólafssyni, í fyrstu umferðinni.  Fimm keppendur koma næstir með 3 vinninga.

Nú verður gert hlé á mótinu vegna páska og fer fimmta umferðin fram miðvikudagskvöldið 23. apríl.  Þá mætast m.a. Ögmundur og Sigurlaug, Þorvarður og Sævar sem og Vigfús Vigfússon og Ólafur Gísli Jónsson.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1  2  3  4  5  6  7
  • Myndir
  • Mótstöflur
  • Öðlingameistarar
  • Öðlingamótið