Síðasta fimmtudagsmót ársinsÍ kvöld kl. 19.30 fer fram fimmtudagsmót að venju.  Mótið verður það síðasta á árinu og að þessu sinni verða í boði ljúffengar jólaveitingar ásamt jólapakka sem verður afhentur um leið og hinn glæsilegi gullpeningur.

Tefldar verða níu umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma.  Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Mótin hefjast á nýjan leik þann 8. janúar á nýju ári.