Róbert Lagerman efstur á vel sóttu Hraðskákmóti TRHraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Líkt og í fyrra voru keppendur alls 40 og var fyrirfram búist við harðri keppni um efstu sætin. Tefldar voru sjö umferðir, tvöföld umferð, og voru 5 mínútur á klukkunum fyrir hvern keppanda.

 
Svo fór að úrslitin í mótinu réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Fyrir hana var Róbert Lagerman efstur með 10,5 vinning og átti Róbert að mæta Kjartani Maack á efsta borði. Á 2.borði tefldi Gunnar Freyr Rúnarsson við Örn Leó Jóhannsson, en Gunnar var einum vinningi á eftir Róberti fyrir síðustu umferðina. Svo fór að Gunnar Freyr vann Örn Leó 2-0, en á sama tíma sýndi Róbert Lagerman hvers hann er megnugur og lagði Kjartan Maack 1,5-0,5 og tryggði sér þar með sigur í mótinu. Róbert fékk 12 vinninga en í humátt á eftir honum komu Gunnar Freyr Rúnarsson og Jóhann Ingvason með 11,5 vinning.

Keppnin um hver hlyti sæmdarheitið Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur var æsispennandi. Þrír TR-ingar urðu efstir og jafnir með 9 vinninga í 5.-8.sæti, þeir Kjartan Maack, Vignir Vatnar Stefánsson og Jon Olav Fivelstad. Eftir stigaútreikning var ljóst að Kjartan Maack varð efstur þeirra þriggja, Vignir Vatnar annar og Jon Olav þriðji.

Lokastaða mótsins: