Pistill 1. laugardagsæfingar 2009-2010Líkt og síðastliðinn vetur verða barnaæfingum Taflfélags Reykjavíkur gerð góð skil á komandi vetri.  Æfingarnar fara fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 á laugardögum kl. 14-16 og eru opnar öllum 12 ára og yngri.  Aðgangur er ókeypis.

Hér að neðan fylgir pistill fyrstu æfingu vetrarins en einnig verður hægt að nálgast alla pistlana með því að smella á viðkomandi tengil hér hægra megin á síðunni.

 

Laugardagsæfingar T.R. veturinn 2009-2010 hafnar

 

Fyrsta laugardagsæfing haustsins fór fram 12. september s.l. 18 skákkrakkar mættu, þar af 12 börn sem tilheyrðu harða kjarnanum frá því síðastliðinn vetur, svo og 6 nýjir áhugasamir krakkar.

 

Tilhögunin á laugardagsæfingunum í vetur verður með svipuðu móti og í fyrra. Torfi Leósson, sem er mjög reyndur skákþjálfari okkar T.R.-inga, mun sjá um skákþjálfun á laugardögum í vetur. Það verður mikið teflt! Einnig munum við halda áfram með litla hléið okkar um þrjúleytið, þar sem þátttakendum verður boðið upp á hið sívinsæla djús og kex að venju.

 

Gefin verða stig fyrir frammistöðu og ástundun, sem síðan verða verðlaunuð eftir hvora önn fyrir sig. Þannig gefur 1. sæti í æfingamóti (oftast 7. mínútna mót) 4 stig (3 stig + 1 mætingarstig), 2. sæti gefur 3 stig (2. stig + 1 mætingarstig), þriðja sæti gefur 2 stig (1 stig+ 1 mætingarstig) og aðrir fá 1 stig fyrir mætingu.

 

Á laugardaginn var tók Torfi fyrir mikilvæga leiki í byrjun skákarinnar. Kóngurinn þarf að komast sem fyrst í skjól! Einnig sýndi hann ýmsar leiðir til að bregðast við skák á kónginn og koma í veg fyrir mát uppi í borði. Krakkarnir voru vel með á nótunum og voru virk í því að koma með tillögur að góðum leikjum! Greinilegt að eitthvað hefur verið teflt í sumarfríinu!

 

Síðan var teflt æfingamót: 5 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Hér koma úrslit og stig eftir fyrstu æfinguna.

1. Gauti Páll Jónsson 41/2 v. af 5. Samtals 4 stig
2.-3. Vignir Vatnar Stefánsson og Erik Daníel Jóhannesson, 4.v. 3 stig.
4.-5. Kristján Gabríel Þórhallsson og Páll Ísak Ægisson 3 1/2 vinninga. 2 stig.

Allir hinir þátttakendurnir eru með 1 stig fyrir mætingu á þessari fyrstu
laugardagsæfingu:

6.-18. Smári Arnarson, Ólafur Örn Olafsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Hörður Sindri Guðmundsson, Halldóra Freygarðsdóttir, Atli Gylfason, María Sól Sigurðardóttir, Axel Bergsson, Gunnar Helgason, Lára Margrét Holm Hólmfríðardóttir, Ísak Darri Kaspersma, Natan Máni Ólafsson, Ásthildur Sigurðardóttir.

 

 

 

Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.

 

 

____________________________________________________________

Skákþjálfari er Torfi Leósson. Umsjón með laugardagsæfingunum skipta þau með sér þau Elín Guðjónsdóttir,
Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Öll eru þau í stjórn Taflfélags Reykjavíkur.
Veffang: http://www.taflfelag.is/