Myndir frá jólaskákæfingu T.R.



Í myndaalbúminu hér á vef félagsins má m.a. finna fjölda mynda frá jólaskákæfingunni sem fór fram í desember.  Margt skemmtilegt var gert á æfingunni á má þar nefna tónlistaratriðið og fjölskylduskákmót ásamt ýmsu öðru.  Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir tók saman ítarlegan pistil að lokinni æfingu og sendi til allra þátttakendanna.  Pistillin er birtur hér að neðan örlítið styttur:

Jólaskákæfing T.R. – tónlist og fjölskylduskákmót!

 

Laugardaginn 8. desember var haldin síðasta skákæfingin á árinu 2012 – jólaskákæfing í T.R.

 

Jólaskákæfingin var sameiginleg fyrir alla þrjá flokkana, stelpurnar, 12 ára og yngri og afrekshópinn og var hún fjölmenn og með svipuðu sniði og í fyrra. Jólasveinahúfur settu skemmtilegan svip á æfinguna. Tónlistaratriði og fjölskylduskákmót var þema dagsins! Alls voru þátttakendur 64, bæði börn og fullorðnir!

 

Fyrst á dagskrá var tónlistaratriði, en það var ungur TR-ingur, Mykhaylo Kravchuk sem spilaði tvö jólalög á hljómborð og þar með var jólastemningin á mótinu komin í gang! Þetta var flott atriði hjá Mykhaylo og hlaut hann mikið lófaklapp fyrir!

 

Næst á dagskrá var Fjölskylduskákmót – tveggja manna liðakeppni. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið. Það voru heilmargir sem komu með pabba, mömmu, afa, systkini eða frænku eða frænda með sér. Miðað við í fyrra voru enn fleiri fullorðnir þátttakendur að þessu sinni og gefur það góð fyrirheit fyrir áframhaldandi Fjölskyldumót ! Hvorki meira né minna en 32 lið tóku þátt, samtals 64 þátttakendur, og liðanöfnin voru frumleg og skemmtileg!

 

Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma.

Úrslit urðu sem hér segir (ekki er fullt nafn hjá öllum þátttakendum):

 

1. HLH-flokkurinn (Hilmir Hrafnsson og Hrafn Loftsson) 9 v.

  2. Bandbrjáluðu biskuparnir (Mykhaylo Kravchuk og Gauti Páll Jónsson) 8,5 v.

  3. Biskupaparið (Bjarki Arnaldarson og Arnaldur Loftsson) 8 v.

  4. Shark (Vignir Vatnar Stefánsson og Stefán Már Pétursson) 7,5 v.

  5. Skák og Mát (Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson) 7 v.

  6. Hrókarnir (Sævar og Árni) 7 v.

  7. Skákþrumurnar (Davíð Dimitry Indriðason og Indriði Björnsson) 7 v.

  8. Feðgar (Guðmundur Agnar Bragason og Bragi Thoroddsen) 7 v.

  9. Gullpungarnir (Kormákur Máni Kolbeins og Viðar Guðmundsson) 6 v.

 10. Svölu riddararnir (Kristján Dagur og Sigríður Björg), 5 v.

 11. Vindur (Torfi Þór Róbertsson og Róbert Rúnarsson) 5 v.

 12. Svörtu riddararnir (Birkir Ísak Jóhannsson og Jóhann faðir hans) 5 v.

 13. Leppur og Gaffall (Alexander Björnsson og Björn Jónsson) 5 v.

 14. Kóngarnir (Sólon og Símon) 5 v.

 15. Riddararnir (Ívar og Börkur) 5 v.

 16. Breiðablik (Jóhannes Þór og Óðinn Örn) 5 v.

 17. Legolas (Hreggviður Loki Þorsteinsson og Þorsteinn Hreggviðsson)           5 v.

 18. K69 (Veigar Már Harðarson og Hörður Birgisson) 5 v.

 19. Afarnir (Máni Steinn Þorsteinsson og Ólafur Jensson) 5 v.

 20. Jólasveinarnir (Þorsteinn Magnússon og Mateusz Poprawka) 4,5 v.

 21. Mát (Mateusz Jakubek og Hubert Jakubek) 4 v.

 22. Skjöldur (Kristján Sindri Kristjánsson og Krisján Erlendsson) 4 v.

 23. Drottning og Kóngur (Freyja Birkisdóttir og Birkir Bárðarson) 4 v.

 24. JS (Snorri Kárason og Jóhann Bjarkar) 4 v.

 25. Mandarínan (Anton Oddur Jónasson og Jónas Antonsson) 4 v.

 26 Fram-KR (Arngrímur Orri Bragason og Guðmundur Kári Jónsson)              3,5 v.

 27. Jólagyðja (Sana og pabbi) 3,5 v.

 28. Risaeðlur (Jóhannes og Renata) 3 v.

 29. Sýrópshrókur (Höskuldur Ragnarsson og Þórólfur Ragnarsson)3 v.

 30. DD (Darri og Þórarinn) 2,5 v.

 31. Jólastjarna (Mir og mamma) 2 v.

 32. DJ (Jakob Þór Jörundsson og Daníela Dís Jörundsdóttir) 2 v.

Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu og árangur á laugardagsæfingunum á þessari önn.

 

Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti.

 

Bragi Þór Thoroddsen, steig síðan fram sem fulltrúi foreldra T.R. -skákbarna og færði Sigurlaugu pakka og kort frá skákkrökkum og foreldrum með þökk fyrir hennar starf í þágu barna-og unglingadeildar TR.  Sigurlaug þakkaði kærlega fyrir og þakkaði jafnframt öllum þátttakendum á þessari skemmtilegu jólaskákæfingu og þeim foreldrum sem höfðu komið svo skemmtilega að starfinu í vetur. 

 

Þá var bara jólahressingin eftir, sem að þessu sinni var höfð sem lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín og piparkökur, allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu. Skákmömmurnar Elfa Björt Gylfadóttir, stjórnarmaður í T.R. og mamma Gauta Páls, Selma Guðmundsdóttir, mamma Guðmundar Agnars og Úlfars, svo og Guðlaug Björnsdóttir, mamma Björns Hólm, Bárðar Arnar og Freyju, bökuðu vöfflur, hituðu heitt kakó og helltu upp á kaffi frammi í eldhúsi á meðan Fjölskyldumótinu stóð og allt féll þetta vel í kramið.

 

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Laugardagsæfingar T.R. hefjast aftur 12. janúar!

 

Pistill: Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir

Myndir: SRF og BJ.