Mikið fjör á Jólaskákæfingu TR



20181209_151706

Í gær fór fram hin árlega jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur, sem jafnframt er uppskeruhátíð haustsins. Krakkar af öllum æfingum félagsins tóku þátt og mynduðu lið með fjölskyldumeðlim eða vini á hinu árlega Fjölskyldumóti, sem orðin er hefð á þessari æfingu. Mótið er 6 umferðir og var sú nýbreytni prófuð í ár að í einni umferðinni var tefld riddaraskák, en það er afbrigði af skák sem nokkuð er tefld í byrjendaflokki.

Jólaandinn og gleðin eru allsráðandi á mótinu og liðin eru nefnd skemmtilegum nöfnum, eins og Mögnuðu mandarínurnar, Stúfur og Giljagaur og Jólasveinarnir þrír, svo nokkur séu nefnd. 20 lið tóku þátt í ár og var sérstaklega gaman að sjá mikla mætingu krakka úr byrjendaflokkunum. Eflaust hafa ýmsir verið búnir með skákkvóta helgarinnar í annasamri jóladagskrá sinni eftir Íslandsmót unglingasveita deginum áður.

Úrslit mótsins urðu þau að Jólariddarinn bar sigur úr býtum með 9 vinninga af 12 mögulegum og voru þar á ferð feðgarnir Bjartur Þórisson og Þórir Benediktsson, varaformaður TR. Í skiptu öðru sæti urðu tvö lið sem bæði höfðu á að skipa stúlkum af stúlknaæfingum TR með feðrum sínum, annarsvegar Mögnuðu mandarínurnar – Iðunn Helgadóttir og Helgi Pétur Gunnarsson – og hinsvegar Liverpool – Ásthildur Helgadóttir og Helgi Áss Grétarsson. Hlutu bæði lið 8,5 vinninga. Í skiptu 3.sæti urðu svo tvö lið sem bæði voru skipuð tveimur vinum sem stundað hafa æfingarnar af miklum móð, annarsvegar Jólasveinarnir – Benedikt Þórisson og Arnar Valsson – og hinsvegar Einar & Einar – Einar Tryggvi Petersen og Einar Dagur Brynjarsson. Hlutu bæði lið 8 vinninga.

Ásamt verðlaunaafhendingu fyrir mótið og glæsilegu happdrætti, voru veittar viðurkenningar fyrir ástundun á æfingum TR í haust. Þau sem fengu viðurkenningu fyrir ástundun haustið 2018 voru:

Byrjendaflokkur 1:
Gull: Andri Ögmundsson og Bjarki Valur Þórólfsson

20181209_201014

Byrjendaflokkur 2:
Gull: Jón Sölvi Sigurðarson
Silfur: Antoni Pálsson Paszek og Ísak Kozlowski
Brons: Jón Markús Torfason og Óli Steinn Thorstensen

20181209_135427

Stelpuskákæfingar:
Gull: Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Hildur Birna Hermannsdóttir, Iðunn Helgadóttir, Ísafold Salka
og Katrín María Jónsdóttir
Silfur: Elín Lára Jónsdóttir
Brons: Þóra Magnúsdóttir og Þórdís Bragadóttir

20181209_143037

Framhaldshópur: 
Gull: Benedikt Þórisson og Iðunn Helgadóttir
Silfur: Ingvar Wu Skarphéðinsson
Brons: Freyr Grímsson

20181209_200512

Taflfélag Reykjavíkur þakkar fyrir skemmtilega uppskeruhátíð og skemmtilegt starf í haust. Sjáumst
uppfull af skákáhuga í janúar!