Laugardagsæfing á morgunAlla laugardaga í vetur eru haldnar barna- og unglingaæfingar á vegum TR.  Æfingarnar hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis.  Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason sér um kennslu og einnig fara fram mót í hvert skipti.  Boðið er upp á fríar veitingar á æfingunum.

Æfingarnar hafa verið vel sóttar í vetur en alls hafa um 40 börn mætt og oft eru í kringum 20 börn á hverri æfingu.  Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mætta með börnum sínum og upplifa gleðina og keppnisbaráttuna sem skín úr augum barnanna.

Næsta æfing fer fram á morgun, laugardag, kl. 14-16 í húsakynnum Taflfélagsins að Faxafeni 12.

Nánari upplýsingar má sjá hér.