Kaupþing mótið í Lúx



Íslendingasveitin er komin til Lúxemborgar eftir frekar þreytandi ferðalag. Á morgun verður setningarathöfn Kaupþing open mótsins í kastalnum í Differdange og síðan hefst 1. umferð á laugardaginn.

Allt bendir til, að Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Róbert Harðarson og Snorri G. Bergsson verði í svokölluðum efri hópi og fái því veikari andstæðinga í 1. hópi. Þó er ekki útséð með Snorra, sem gæti fallið niður í neðri hóp og þá teflt á efstu borðunum. En þetta kemur vísast allt í ljós á morgun. 

Hjörvar Steinn Grétarsson og Rúnar Berg muni fá mjög sterka andstæðinga í 1. umferð, líkast til á stigabilinu 2450-2500. Það er t.d. ekki svo ólíklegt, að Rúnar Berg mæti Héðni Steinrímssyni í 1. umferð.

Vefstjóri T.R. mun reyna að senda heim fréttir eins og mögulegt er og skal jafnframt bent á bloggsíðu hans http://hvala.blog.is og úrslit munu koma á www.skak.is eins og venjulega.

Tvær bloggfærslur er þegar komnar, sú síðari mun ítarlegri.