Jon Olav sigursæll á þriðjudagsmótum!Jon Olav Fivelstad fékk þrjá og hálfan vinning af fjórum á þriðjudagsmóti þann 2. febrúar síðastliðinn. Er þetta annað sinn á stuttum tíma sem hann vinnur þriðjudagsmót. Næstur varð Þorsteinn Magnússon eldri með þrjá vinninga. Átta skákmenn mættu til leiks, og hugsanlega fer þeim að fjölga nú þegar Skákþinginu fer að ljúka. Úrslit mótsins má nálgast á chess-results.