Íslandsmeistarar T.R. mæta Helli í úrslitumÍslandsmeistarar T.R. munu mæta silfursveit Hellis í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, eftir að Hellismenn sigruðu sveit Hauka í undanúrslitum. Áður höfðu Íslandsmeistarar T.R., sem unnu Helli með fáheyrðum yfirburðum í úrslitum á síðasta ári, lagt Akureyringa í fyrri viðureign undanúrslitanna.

Ekki er komin dagsetning á úrslitaviðureign Íslandsmeistaranna og silfurliðsins frá síðasta ári, en vísast verður hún haldin fyrir Evrópumót félagsliða, sem hefst í Tyrklandi í okótberbyrjun. Úrslitaviðureignin verður vísast ágætis upphitun beggja liða fyrir mótið, en á síðasta ári lentu Íslandsmeistarar T.R. í 5.-12. sæti. Hellismenn vilja vísast gera betur nú en síðast, þegar félagið lenti fyrir neðan miðju og mun því vísast leggja sig alla fram gegn Íslandsmeisturunum til að efla baráttuandann fyrir hina hörðu rimmu í Tyrklandi.