Hraðskákmót TR fer fram næsta sunnudagHraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 19. október kl. 14:00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Mótið er jafnan vel sótt, en yfir fjörutíu þátttakendur voru með í fyrra.

Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.

Í fyrra var það Jón Trausti Harðarson, Fjölnismaðurinn knái, sem varð efstur á mótinu eftir stigaútreikning. Hlaut hann 12 vinninga í 14 skákum líkt og Daði Ómarsson, en Jón Trausti var úrskurðaður sigurvegari eftir stigaútreikning. Daði Ómarsson er því núverandi Hraðskákmeistari T.R. og er það annað árið í röð sem Daði hlýtur þessa nafnbót. Það verður spennandi að sjá hvort Daði taki þátt í ár og reyni við þrennuna.

Nánari upplýsingar um mótið 2013 má nálgast hér.