Hraðskákmót Reykjavíkur: Guðmundur sigraði – Róbert meistari



Það voru Fide meistarar sem hirtu tvö efstu sætin á Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fór fram í dag í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur.  Guðmundur Gíslason stóð uppi sem siurvegari mótsins með 12 vinninga af 14 en fast á hæla hans fylgdi Róbert Lagerman með hálfum vinningi minna.  Guðmundur er hvorki í reykvísku skákfélagi né hefur lögheimili í Reykjavík og getur því ekki hlotið meistaratitilinn.  Róbert er því Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2014.

 

Ungir og efnilegir skákmenn komu næstir í röðinni, þeirra fremstur Gauti Páll Jónsson en hann lauk keppni 10 vinninga sem dugðu í þriðja sætið.  Jöfn í mark með 9,5 vinning komu síðan Oliver Aron Jóhannesson, Elsa María Kristínardóttir og Vignir Vatnar Stefánsson.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varð sjöunda með 9 vinninga.  Sannarlega góð framganga hjá þessum hópi sem skaut margri kempunni ref fyrir rass.

 

Tefldar voru tvisvar sinnum sjö umferðir og voru þátttakendur 29 talsins.  Ásamt verðlaunaafhendingu fyrir hraðskákmótið voru einnig veitt verðlaun fyrir nýafstaðið Skákþing Reykjavíkur þar sem Jón Viktor Gunnarsson og Einar Hjalti Jensson sigruðu en Jón Viktor hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 2014.

Lokastaða:

1 Guðmundur Gíslason, 12,0
2 Róbert Lagerman, 11,5
3 Gauti Páll Jónsson, 10,0
4.-6. Oliver Aron Jóhannesson, 9,5
  Elsa María Kristínardóttir, 9,5
Vignir Vatnar Stefánsson, 9,5
7 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 9,0
8.-10. Þorvarður F.Ólafsson, 8,5
Helgi Brynjarsson, 8,5
Guðmundur Gunnlaugsson, 8,5
11 Eiríkur K.Björnsson, 8,0
12.-13. Hjálmar Sigurvaldason, 7,5
Hörður Jónasson, 7,5
14.-15. Friðgeir Hólm, 7,0
Kristján Hallberg, 7,0
16.-18. Jón Þór Helgason, 6,5
Jón E.Hallsson, 6,5
Björn Hólm Birkisson, 6,5
19.-20. Gunnar Randversson, 6,0
Sigurður F.Jónatansson, 6,0
21.-24. Þorsteinn Magnússon, 5,5
Guðmundur Agnar Bragason, 5,5
Brynjar Bjarkason, 5,5
Jónsson, Helgi Svanberg 5,5
25.-27. Bárður Örn Birkisson, 5,0
Jónsson, Þorsteinn Emil 5,0
Bragi Þór Thoroddsen, 5,0
28.-29. Björgvin Kristbergsson, 4,0
Pétur Jóhannesson, 4,0
  • Nánari röð
  • Myndir