Hjörvar Steinn Grétarsson sigurvegari Grand Prix mótsins áGrand prix mótaröðinni var fram haldið sl. fimmtudagskvöld og voru tefldar átta umferðir að þessu sinni.

 

Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði og hlaut fullt hús vinninga. Í öðru sæti varð skákstjórinn Óttar Felix Hauksson með sex vinninga. Þriðja sætinu deildu síðan ungu drengirnir Birkir Karl Sigurðsson og Dagur Andri Friðgeirsson með 3 vinninga hvor.

 

 

Góð tónlistarverðlaun voru í boði frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Næsta Grand Prix mót verður haldið fimmtudagskvöldið 27. mars og eru allir velkomnir að vera með.