Helgi óstöðvandi á fimmtudagsmótiHelgi Brynjarsson fór hamförum á fimmtudagsmóti TR sem fram fór í gærkvöld.  Lagði hann alla sína níu andstæðinga og þar á meðal hraðskákmeistara TR, Kristján Örn Elíasson, sem átti ekkert svar gegn honum frekar en aðrir.  Annar varð Kristján Örn með 7,5 vinning og Geir Guðbrandsson kom skemmtilega á óvart með 7 vinninga í þriðja sæti.

Úrslit:

 • 1. Helgi Brynjarsson 9 v af 9
 • 2. Kristján Örn Elíasson 7,5
 • 3. Geir Guðbrandsson 7
 • 4-5. Páll Sigurðsson, Þórir Benediktsson 5,5
 • 6-7. Óttar Felix Hauksson, Jón Gunnar Jónsson 5
 • 8. Dagur Kjartansson 4,5
 • 9. Birkir Karl Sigurðsson 4
 • 10. Tjörvi Schiöth 3,5
 • 11. Finnur Finnsson 3
 • 12. Benjamín Gísli Einarsson 2,5
 • 13. Pétur Axel Pétursson 1

 

Næsta mót fer fram að viku liðinni en þá verða aukaverðlaun þar sem um fyrsta mót nóvember mánaðar er að ræða.