TR vann í FischersetriTaflfélag Reykjavíkur sótti heim Skákfélag Selfoss og nágrennis (SSON) í 1.umferð Hraðskákkeppni taflfélaga. Teflt var í hinu glæsilega Fischersetri en þar er félagsaðstaða SSON.

Skemmst er frá því að segja að TR hafði öruggan sigur í viðureigninni með 65 vinningum gegn 7 vinningum heimamanna. TR er því komið áfram í 2.umferð keppninnar og mæta þar Vinaskákfélaginu.

Bestum árangri SSON náði Ingimundur Sigurmundsson með 2,5 vinning í 12 skákum.

Árangur TR-inga var sem hér segir:

Hannes Hlífar Stefánsson 12/12v.
Guðmundur Kjartansson 10,5/12v.
Daði Ómarsson 12/12v.
Þorvarður Fannar Ólafsson 11/12v.
Kjartan Maack 10,5/11v.
Eiríkur Björnsson 7,5/9v.
Björn Jónsson 3/4v.

TR þakkar liðsmönnum SSON fyrir drengilega og skemmtilega keppni. Einnig sendir TR sérstakar þakkir til formanns SSON, Björgvins S. Guðmundssonar, fyrir höfðinglegar móttökur.