Hannes Hlífar Stefánsson og Davíð Kjartansson leiða A flokk Wow air mótsins með fjóra vinninga eftir fimm umferðir. Hannes gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson meðan Davíð lagði Oliver Aron Jóhannesson í frestaðri skák sem tefld var í gærkvöldi.
Einar Hjalti Jensson bar sigurorð af Þorvarði Fannar Ólafssyni, Dagur Ragnarsson sigraði Jóhann Ingvason og Hrafn Loftsson stýrði svörtu mönnunum til sigurs í gegn Jóni Trausta Harðarsyni. Þá gerðu Örn Leó Jóhannesson og Björgvin Víglundsson jafntefli í 100 leikja maraþonskák sem stóð fram á nótt.
Í B flokki er Sverrir Örn Björnsson einn efstur með fjóra vinninga eftir öruggan sigur á Bárði Erni Birkissyni. Vignir Vatnar Stefánsson og Halldór Pálsson gerðu jafntefli á öðru borði. Allt var upp í loft í skák Stefáns Bergssonar og Björns Hólms Birkissonar og kemur víst fáum á óvart. Svo fór að lokum að Stefán sigraði og þokast nær toppnum.
Úrslit, stöðu og pörun sjöttu umferðar má finna hér.
Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram næstkomandi mánudagskvöld.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins


