Hannes í 3.-9. sæti á opnu móti í Malaga



Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2580), hafnaði í 3.-9. sæti með 6,5 vinning á opnu skákmóti sem lauk í dag í Malaga á Spáni.  Í níundu og síðustu umferð sem fram fór í dag sigraði hann spænska alþjóðlega meistarann, David Nieto Larino (2462).

Árangur Hannesar samsvarar 2532 skákstigum og tapar hann tveimur stigum.

Sigurvegarar mótsins með 7 vinninga voru serbneski stórmeistarinn, Dragan Paunovic (2519), og spænski Fide meistarinn, Jesus Dominguez Garrido (2301), en sá hækkar um 37 stig fyrir árangur sinn.

Andstæðingar Hannesar:

Rd. SNo Name Rtg FED Pts. Res.
1 51 Flores Chico Jorge 2054 ESP 3,5 s 1
2 26 FM Garrido Dominguez Jesus 2301 ESP 7,0 w 1
3 16 IM Cuenca Jimenez Jose Fernando 2418 ESP 6,0 s 1
4 5 GM Paunovic Dragan 2519 SRB 7,0 w 0
5 18 IM Guerra Bastida Diego 2410 ESP 6,5 s 0
6 32 FM Perez Pardo Juan Carlos 2280 ESP 6,0 w 1
7 27 FM Gutierrez Jimenez Juan Manuel 2308 ESP 5,5 s 1
8 17 GM Djuric Stefan 2437 SRB 6,0 w ½
9 14 IM Larino Nieto David 2462 ESP 6,0 s 1

Alls tóku 104 keppendur þátt í mótinu og var Hannes þriðji stigahæstur þeirra.