Guðmundur teflir á Prag OpenGuðmundur Kjartansson (2365) heldur áfram taflmennsku á erlendri grund.  Að þessu sinni tekur hann þátt á Prag Open en 116 skákmenn taka þátt í opna flokki mótsins.  Að loknum sex umferðum hefur Guðmundur 4,5 vinning og er sem stendur í 14. sæti.  Í 7. umferð, sem fram fer á morgun, mætir hann alþjóðlega skákmeistaranum Bogomil Andonov (2316).