Guðmundur tapaði í 3. umferðGuðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska stórmeistaranum, Keith Arkell (2517), í þriðju umferð Big Slick mótsins sem fram fór í dag.  Guðmundur, sem enn er ekki kominn á blað, mætir á morgun enska fide meistaranum, Robert Eames (2312).

Guðmundur teflir í lokuðum og nokkuð sterkum stórmeistaraflokki þar sem stigahæsti keppandinn er með 2517 skákstig.  Tíu keppendur eru í flokknum og tefla allir við alla, níu umferðir.  Til að ná stórmeistaraáfanga þarf 7 vinninga og 5,5 til að ná alþjóðlegum áfanga.

Heimasíða mótsins