Vignir Vatnar kveður T.R.Hinn ungi og efnilegi skákmaður, Vignir Vatnar Stefánsson, gekk á dögunum til liðs við skákdeild Fjölnis úr Taflfélagi Reykjavíkur.  Faðir Vignis, Stefán Már Pétursson, fylgir honum til Fjölnis.  Vignir er aðeins níu ára og hlýtur að teljast efnilegasti skákmaður landsins ef horft er í ungan aldur hans.  Hann vakti strax athygli við fimm til sex ára aldur og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna og tekið miklum framförum.  Hann sigraði m.a. í opnum flokki á Haustmóti T.R. 2011, þá aðeins átta ára gamall og mjög líklega yngsti skákmaðurinn til að afreka það.

Vignir hefur verið duglegur að sækja laugardagsæfingar T.R. í gegnum árin og leiddi A-lið barna- og unglingaliða T.R. í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í byrjun október og þá var hann meðal efstu manna í opnum flokki nýafstaðins Haustmóts.  Það verður eftirsjá af Vigni úr T.R. en félagið óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi þar sem hann mun án efa styrkja lið skákdeildar Fjölnis mikið í Íslandsmóti skákfélaga næstkomandi haust .