Guðmundur sigurvegari mótsins í SabadellAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði svo sannarlega stormandi lukku í alþjóðlega mótinu sem lauk í dag í Sabadell á Spáni.  Í lokaumferðinni vann hann spænska alþjóðlega meistarann Javier Moreno Ruiz (2469) en á sama tíma gerði helsti keppinautur hans í toppbaráttunni jafntefli.  Guðmundur hafnaði því einn í efsta sæti með 7 vinninga og skaut því stórmeisturunum ref fyrir rass en báðir hlutu þeir 6,5 vinning.

Guðmundur átti sérlega glæsilegt mót og tapaði aðeins einni viðureign, vann sex og gerði tvö jafntefli.  Árangur hans samsvarar 2565 Elo stigum og fyrir hann hækkar hann um 16 stig.  Taflfélag Reykjavíkur óskar Guðmundi til hamingju með frábæran sigur og ljóst er að kappinn mun mæta mjög sterkur til leiks í Stórmeistaramót félagsins sem hefst þann 1. október.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins
  • Skákir Guðmundar (7 af 9)