Guðmundur beið lægri hlutGuðmundur Kjartansson tapaði fyrir stórmeistaranum M. Hebden (2515) í níundu og síðustu umferð Hastings mótsins.  Guðmundur hlaut 5,5 vinning og hefði þurft að sigra í síðustu skákinni til að ná sínum síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, og hafnaði í 26. sæti sem er tölvert ofar en hann var í stigaröðinni fyrir mót.